Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, var ræðukóngur Alþingis á sumarþinginu sem lauk í nótt. Fram kemur á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is , að Guðbjartur hafi talað í 369 mínútur. Ræðurnar voru 28 og athugasemdirnar 32. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG, talaði í rúma klukkustund skemur en Guðbjartur eða í 303 mínútur. Hann hélt 23 ræður og gerði 34 athugasemdir.

Þessir þingmenn skipa næstu sæti á eftir þeim Guðbjarti og Steingrími yfir þá sem töluðu lengst á sumarþinginu:

  • Árni Þór Sigfússon, þingmaður VG - talaði í 258 mínútur.
  • Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar - talaði í 245 mínútur.
  • Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar - talaði í 214 mínútur.
  • Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins - talaði í 202 mínútur.
  • Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar - töluðu í 199 mínútur.
  • Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG - talaði í 189 mínútur
  • Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar - talaði í 186 mínútur