Úrskurður var kveðinn upp í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur að Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari myndi ekki víkja sæti í Aurum Holding málinu.

Sérstakur saksóknari hafði krafist þess að Guðjón myndi víkja sæti á þeim grundvelli að hann hafði gert alvarlegar athugasemdir við starfsaðferðir embættis sérstaks saksóknara. Sérstakur saksóknari hélt því fram að ekki ríki traust til Guðjóns eftir þær athugasemdir og því væri réttmæt tortryggni um óhlutdrægni hans.

Forsaga málsins er að aðilar málsins eru ákærðir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum vegna lánveitingar Glitnis banka til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008, en lánið var veitt til að fjármagna að fullu kaup félagsins á 25,7% hlut Fons hf. Í Aurum Holdins Limited.

Hæstiréttur ómerkti sýknudóm yfir þeim ákærðu, Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni, Lár­usi Weld­ing, Magnúsi Arn­ari Arn­gríms­syni og Bjarna Jó­hann­es­syni, fyrr­ver­andi eig­end­um og stjórn­end­um Glitn­is, og vísaði mál­inu aft­ur til héraðsdóms í apríl síðastliðnum.