Guðrún Johnsen, lektor við Háskólann í Reykjavík, mun láta af störfum í lok þessa skólaárs. Guðrún hefur kennt námskeið á borð við fjármál og fjármálamarkaði við viðskiptafræðideild skólans frá árinu 2006 en hún er einnig varaformaður stjórnar Arion banka. Á árunum 2009 til 2010 starfaði Guðrún fyrir rannsóknarnefnd alþingis og fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á árunum 2004 til 2006.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Guðrún að hún ætli sér að sinna ritstörfum, ráðgjöf og stjórnarsetu að loknu starfi hjá HR.