© Aðsend mynd (AÐSEND)

Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóra kennslu og þjónustu við Háskólann á Bifröst frá og með 1.janúar 2014. Guðrún Björg hefur starfað fyrir Háskólann á Bifröst síðan árið 2006 og hefur gengt ýmsum stöðum innan skólans, m.a. umsjón nemendaskrár, frumgreinadeildar, fjarnáms í grunnnámi og nú síðast sem umsjónarmaður Háskólagáttar sem hún mun áfram gegna.

Guðrún er með BS gráðu í viðskiptafræði og MIB gráðu í alþjóðlegum viðskiptum frá Háskólanum á Bifröst auk þess sem hún hefur lokið kennsluréttindanámi á framhaldsskólastigi frá Háskólanum á Akureyri.

Fram kemur í tilkynningu að Signý Óskarsdóttir mun hætta störfum sem framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu frá og með áramótum. Hún hefur verið ráðin sem nýr skólastjóri Grunnskóla Borgarness.