Verð á gulli fór í fyrsta sinn yfir 1.500 dali á únsu á mörkuðum í dag. Hækkun á gulli, sem þykir meðal öruggustu fjárfestinga, er rakin til áhyggja af efnahagsbata heimsins.

Fjárfestar segja að hækkunina megi að mestu rekja til ákvörðunar matsfyrirtækisins Standard & Poor's um að breyta horfum á lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna, samkvæmt frétt BBC. Verð á silfri fór einnig í methæðir í dag og hefur verðið ekki verið hærra í 31 ár.

Einn þeirra sérfræðinga sem BBC ræðir við segir að allir hagvísar bendi til hækkunar og telur til opinberar skuldir, veikan dollar og verðbólgu.