Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) hefur ráðið Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, framkvæmdastjóra samtakanna. Guðni hefur störf hjá SAM þann 1. febrúar næstkomandi.

SAM eru hagsmunasamtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Tilgangur samtakanna er að stuðla að því að mjólkuriðnaðurinn í landinu verði rekinn á sem hagkvæmastan hátt. Starfssvið Guðna verður fyrst og fremst fólgið í því að gæta hagsmuna afurðastöðvanna.

Guðni Ágústsson er fyrrum starfsmaður Mjólkurbús Flóamanna, sem nú er hluti Mjólkursamsölunnar, alþingismaður og landbúnaðarráðherra. Hann hefur því yfirgripsmikla þekkingu á málefnum og stöðu landbúnaðarins, framleiðslu og markaðsetningu landbúnaðarafurða.

Afurðastöðvar, sem taka við mjólk beint frá framleiðendum, eiga rétt á að gerast aðilar að samtökunum. Allar afurðastöðvar landsins eiga aðild að SAM.