Gunnar Baldvinsson er nýkjörinn formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða en hann hefur átt sæti í stjórn samtakanna frá árinu 2005. Hann tók við af Arnari Sigurmundssyni sem gegnt hefur formennsku samtakanna undanfarin sex ár.

Gunnar Baldvinsson er framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og hefur gegnt því starfi frá árinu 1990. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá HÍ árið 1985 og MBA frá University of Rochester árið 1988.