Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), flytur erindi um aðdraganda efnahagshrunsins, orsakir þess, úrvinnslu og framtíðarsýn á morgunfundi Framsóknar í Reykjavík á laugardag undir yfirskriftinni: Hvað var rétt gert og hvað rangt?

Gunnar var ráðinn forstjóri FME í apríl árið 2009. Stjórn FME vék honum hins vegar úr starfi í vor á þeim forsendum að hann hafi ekki greint frá tengslum sínum við aflandsfélög á vegum Landsbankans þegar hann vann þar. Þá ákærði ríkissaksóknari Gunnar vegna brota á þagnarskyldu bankaleyndar í gegnum þriðja aðila í tengslum við leka á persónulegum upplýsingum um fjármál og viðskipti þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við Landsbankann árið 2003. Upplýsingunum var komið til DV.

Mál forstjórans fyrrverandi er nú fyrir dómi.