Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær að selja Gustssvæði svokallaða til tveggja kaupendahópa fyrir rúmar 6.485 milljónir króna króna. Bærinn keypti landið í maí síðastliðnum fyrir um það bil 3,2 milljarða króna en alls var þá um að ræða 11,5 hektara svæði. Heildarkostnaður bæjarins vegna kaupanna var 3,5 milljarður króna.

Að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar, forseta bæjarstjórnar Kópavogs, er landið sem nú er selt heldur stærra auk þess sem bærinn hefur orðið að leggja í kostnað vegna flutnings Hestamannafélagsins Gusts af svæðinu en félagið verður staðsett á Kjóavöllum í framtíðinni. Kostnaður bæjarins vegna þeirra breytinga sem nauðsynlegar voru til að gera landið söluhæft nam um einum og hálfum til tveimur milljörðum króna samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Þar er meðtalinn kostnaður við að byggja nýtt áhaldahús fyrir Kópavogsbæ en núverandi áhaldahús er selt með í kaupunum og verður það rifið.

Kaupendur eru fasteignafélag í eigu Jákups Jacobsen og eignarhaldsfélagið Kaupangur og skiptast kaupin þannig að Jákup greiðir tæplega 40% kaupverðsins og fær 55 þúsund byggjanlega fermetra. Kaupangur kaupir hins vegar rúmlega 110 þúsund fermetra og greiðir fyrir það ríflega 60% kaupverðsins. Nákvæm skipting þar um lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Samtals er þarna um að ræða 165 þúsund byggjanlega fermetra en ætlunin er að reisa skrifstofu- og verslunarhúsnæði á landinu.

Kópavogsbær sendi út kynningarbréf um landið og leitaði tilboða í það síðasta haust. Var bréfið sent á öll stærri fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að tilboð höfðu borist til baka var samþykkt í bæjarráði 14. desember að fela bæjarstjóra að ganga frá kaupsamningum með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

"Það er óhætt að segja að það sem menn sögðu um skynsemi kaupanna hafi sannað sig og þetta hafi í raun gengið mun hraðar fyrir sig en nokkur þorði að vona. Það er því mjög ánægjulegt að þetta er komið á hreint," sagði Ármann.

Kópavogsbær átti landið undir byggingunum og greiddi því eingöngu fyrir byggingarnar en seljendur voru eigendur hesthúsanna en einnig hafði fasteignafélagið KGR ehf.