Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að það sé ljóst að reyna muni á forsendur kjarasamninga aðildarfélaga sambandsins í kjölfar úrskurða gerðardóms í málum BHM og hjúkrunarfræðinga. Grient er frá þessu í Morgunblaðinu .

Þar kemur fram að hækkanirnar í úrskurði gerðardóms séu mun meiri en fólust í kjarasamningunum á almenna vinnumarkaðnum, að mati ASÍ. Ný greining á hækkununum verði til umfjöllunar í miðstjórn ASÍ á morgun.

Að mati ASÍ eru hækkanir hjúkrunarfræðinga í heild sinni í fjögurra ára samningi um 29,8% og hækkanir BHM-félaganna í tveggja ára samningi um 18%. Hins vegar hafi samningar ASÍ-félaganna fært þeim 18,5% hækkun á fjögurra ára tímabili.