Gylfi Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Spalar. Gengið var frá ráðningu hans á stjórnarfundi fyrir helgi.

Í frétt Spalar segir að Gylfi gjörþekki málefni Spalar frá upphafi. Hann var í hópi frumkvöðla sem barðist fyrir því á sínum tíma að gerð yrðu göng undir Hvalfjörð og var kjörinn formaður stjórnar Spalar á stofnfundi félagsins fyrir réttum 15 árum, í janúar 1991. Hann sat síðan óslitið í stjórn Spalar þar til í nóvember 2004.