Í 6. reglu draganna frá FME um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja og tryggingarfélaga má segja að megininntakið sé sett.

Í henni kemur fram að kaupaukakerfi skuli byggð á þeirri meginreglu að hæfilegt jafnvægi sé á milli fastra launa og kaupauka. Ennfremur segir: "Samtala veitts kaupauka til starfsmanns, að meðtöldum þeim hluta greiðslu sem er frestað, má á ársgrundvelli ekki nema hærri fjárhæð en 25% af árslaunum viðkomandi án kaupauka."

Samkvæmt drögum að kaupaukakerfi skal mæla fyrir um að þegar samsetning kaupauka er ákvörðuð, t.d. hvort um er að ræða greiðslu í reiðufé, eignarhlut í fyrirtækinu eða jafnvel blöndu mismunandi þátta, skuli leitast við að örva verðmætasköpun til lengri tíma ásamt því að stuðla að heilbrigðum og traustum rekstri fyrirtækisins til langframa.

Ítarlega umfjöllun um nýjar reglur um kaupaukakerfi er að finna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið á vefnum undir liðnum tölublöð.