*

mánudagur, 6. desember 2021
Innlent 23. júní 2017 15:46

Hægt að borga Domino's með Kass

Íslandsbanki og Domino's hafa skrifað undir samstarfssamning og geta viðskiptavinir Domino´s nú greitt með Kass.

Ritstjórn

Íslandsbanki og Domino´s hafa skrifað undir samstarfssamning og geta viðskiptavinir Domino´s nú greitt með Kass í appi og vefsíðu Domino´s. Samstarfið mun því einfalda viðskiptin þar sem ekki er þörf á að gefa upp neinar kortaupplýsingar og geta notendur Kass splittað reikningnum með öðrum notendum. Með þessu samstarfi er tekið næsta skref í stafrænum greiðslum þar sem viðskiptavinir geta nýtt sér farsímann til að greiða fyrir vörur að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Kass er greiðslumiðlunarapp Íslandsbanka sem hægt er að nýta til að borga, rukka og splitta greiðslum. Móttökurnar á appinu hafa verið afar góðar en appið var hannað af Memento í samstarfi við Íslandsbanka. 

Unnur B. Johnsen, vörustjóri Kass segir við tilefnið;„Það er mikil einföldun fólgin í því að geta sleppt því að finna til kort og notað símann eða Kass appið í netviðskiptum. Með Kass er auðvelt að splitta pizzunni með vinum um leið og þú pantar. Við erum mjög ánægð með samstarfið við Domino´s sem er framúrstefnulegt og skemmtilegt í sínu markaðsefni  og með mikla markaðshlutdeild. Rafræn greiðslumiðlun með síma eða öðrum snjalltækjum er komin til að vera og því spennandi tímar framundan þegar greiðslulausnir eins og Kass koma í stað þess að nota hefðbundin greiðslukort á netinu eða jafnvel sölustað. Kass appið er þægilegt í notkun, öruggt og hjálpar þér að halda utan um allar greiðslur á einum stað.“

Stikkorð: Dominos app Kass greiða