Þórmundur Bergsson
Þórmundur Bergsson
© Hörður Kristjánsson (VB MYND/ HKR)
Hægur bati hefur verið á auglýsingamarkaðnum síðan um mitt ár 2009 að sögn Þórmundar Bergssonar, framkvæmdastjóra birtingafyrirtækisins MediaCom Íslandi. Hann segir markaðinn hafa hrunið í kjölfar bankahrunsins í október 2008 og verst hafi staðan verið á fyrstu má nuð u m ársins 2009. „Senni lega hefur jólavertíðin 2008 eitthvað dregið úr fallinu þá en fyrstu þrír til fjórir mánuðir ársins 2009 voru afleitir. Síðan þá hefur afar hægur bati átt sér stað. Batinn felst helst í því að bæði banka- og bílageirinn eru komnir aðeins af stað á ný ásamt sterkum ferðageira. Þar fara Icelandair fremstir með gríðarlega öflugum hætti.“

Rannsóknir hafa sýnt að auglýsingamarkaðurinn er yfirleitt leiðandi hagvísir, þ.e. hann veiti ágætis vísbendingu um hvert hagsveiflan stefnir.

Óháð

Þórmundur hefur starfað við fjölmiðlun og auglýsingar í nær þrjá áratugi og stofnaði MediaCom Íslandi árið 2005. Fyrirtækið er eina óháða birtingastofa landsins og að hluta í eigu WPP auglýsingaog almannatengslarisans sem einnig á hlut í boðmiðlunarfyrirtækinu Cohn & Wolfe á Íslandi.

WPP á tugi fyrirtækja og m.a. Millward Brown Optimor, markaðsrannsóknafyrirtækið sem árlega tekur saman lista yfir verðmætustu vörumerki heims, BrandZ.

„Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig ímyndaður erlendur markaðsmaður upplifði markaðsumhverfið hér. Segjum að hann hefði komið um áramót og verið hér í 3 mánuði eða svo, skoðað stærstu prentmiðla og litið á sjónvarp og flett netmiðlum svona bara til að átta sig. Niðurstaða hans væri væntanlega sú að fyrir utan að kaupa í matinn þá væru Íslendingar brjálaðir ferðamenn og ferðuðust sem aldrei fyrr en jafnframt væri eftirspurn þeirra eftir rúmum einstök!

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.