Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,11% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á markaði var 8,9 milljarðar, þar af 543,2 milljón króna velta á hlutabréfamarkaði og 8,425 milljarða velta á skuldabréfamarkaði. Úrvalsvísitalan stendur því nú í 1.702,28 stigum.

Lítið var um hækkanir á gengi bréfa á hlutabréfamarkaði en gengi bréfa Haga hækkaði um 0,49% í 76,7 milljón króna viðskiptum og einnig hækkaði gengi bréfa í Icelandair Group, um 0,42% í 126 milljón króna viðskiptum.

Gengi bréfa í Regin fasteignafélagi lækkaði um 2,16% í 174,4 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa í Reitum fasteignafélagi um 1,30% í 18,2 milljón króna viðskiptum.

Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,19% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 1.230,96 stigum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði lítillega í dag í 8,5 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 0,5 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 7,7 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 2,4 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í 5 milljarða viðskiptum.