Svo kann að fara að Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, hækki stýrivexti fyrr en áform hafa staðið til. Seðlabankastjórinn Mark Carney hefur sagt að það verði ekki gert fyrr en atvinnuleysi fari niður í 7% eða um sumarið 2016. Í minnispunktum peningastefnunefndar sem birtir voru í dag segir hins vegar að staða efnahagsmála í Bretlandi hafi batnað mikið upp á síðkastið og kunni atvinnuleysi að ná 7% markinu undir lok næsta árs.

Í umfjöllun breska dagblaðsins Financial Times segir í dag segir að peningastefnunefndin segi um helmingslíkur á að atvinnuleysi fari niður að stýrivaxtamörkum Carneys. Stýrivextir í Bretlandi hafa staðið í 0,5% um allangt skeið og hafa þeir ekki verið lægri í sögu seðlabankans. Á sama tíma mældist 2,2% verðbólga.