Iðgjöld í A-hluta Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis ins þarf að hækka um eitt prósent strax um næstu áramót til að halda halla sjóðsins innan lagalegra marka. Þetta segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Eru þessi ummæli í takt við það sem hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarna viku þegar fjallað hefur verið um vanda LSR.

Í Fréttablaðinu segir jafnframt að hækkunin muni kosta ríki og sveitarfélög um einn milljarð árlega en sé langt frá því að vera viðunandi lausn á alvarlegum fjármögnunarvanda sjóðsins. Neikvæð staða hans er um 466 milljarðar króna.