Vísitala framleiðsluverðs í Bandaríkjunum hækkaði meira en gert hafði verið ráð fyrir í maímánuði. Hækkunin nam 0,2% en greinendur sem Bloomberg hafði rætt við spáðu 0,1% hækkun. Það voru eldsneyti og fatnaður sem þrýstu verðinu upp en síðarnefndi vöruflokkurinn hefur ekki hækkað jafnmikið í einum mánuði síðan í apríl 1981.

Alls nam hækkun fatnaðar, og reyndar annarrar vefnaðarvöru líka, 1% sem þykir mikið og nú má, að sögn Bloomberg, telja víst að hækkunum verði velt út í verðlag til neytenda.