Höfuðstöðvar Össur hf. að Grjóthálsi. (Mynd: Össur hf.)
Höfuðstöðvar Össur hf. að Grjóthálsi. (Mynd: Össur hf.)
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Hlutabréfaverð í Össuri hafa hækkað um tæplega 5% viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Velta með bréfin nemur tæplega 50 milljónum króna í fjórum viðskiptum.

Bréf Össurar eru tvískráð í Kauphöll Íslands og kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Þar hafa engar verðbreyingar orðið á hlutabréfum í Össuri í dag. Gengi bréfanna er 8,0 danskar krónur, sem jafngildir um 172 íslenskum krónum á hlut miðað við núverandi gengi. Á Íslandi er gengi bréfanna 196 krónur á hlut og hefur hækkað um 9 krónur í dag.