Árs­verð­bólga hækkaði nokkuð ó­vænt í mars­mánuði er vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 0,8% milli mánaða. Árs­verð­bólga mældist 6,8% í mánuðinum en það sem kom greiningar­aðilum mest á ó­vart var tölu­verð hækkun á reiknaðri húsa­leigu.

Reiknaða húsa­leigan hækkaði um 2,1% og hafði 0,4% á­hrif á VNV. Greiningar­deild Ís­lands­banka spáði um 0,8% hækkun á húsa­leigu og 0,15% á­hrifum á VNV.

„Þróun hús­næðis­markaðar næstu mánuði kemur til með að litast af upp­kaupum ríkisins á eignum í Grinda­vík en hús­næðis­verð á Suður­nesjum hefur hækkað meira en annars staðar síðustu vikur,” segir í greiningu bankans.

„Endur­speglast það í því að í­búða­verð utan höfuð­borgar­svæðisins hækkaði um 3,8% milli mánaða sam­kvæmt Hag­stofunni en á sama tíma hækkaði verð á sér­býlum á höfuð­borgar­svæðinu um 1,2% og verð á í­búðum í fjöl­býli einungis um 0,6% á sama mæli­kvarða,” segir þar enn fremur.

Hag­stofa Ís­lands mun frá og með júní næst­komandi nota að­ferð húsa­leigu­í­gilda í stað að­ferð ein­falds not­enda­kostnaðar við út­reikning á reiknaðri húsa­leigu í vísi­tölu neyslu­verðs.

Hag­stofan til­kynnti í lok janúar að til stæði að inn­leiða nýja að­ferð við mat á reiknaðri leigu í vísi­tölu neyslu­verðs.

Hag­stofan telur að með ítar­legri gögnum um leigu­markaðinn sé nú hægt að byggja líkan fyrir reiknaða húsa­leigu á þann hátt að það nái til alls í­búðar­hús­næðis sem er í eigin notkun.

„Með slíku líkani má meta verð­breytingu á reiknaðri húsa­leigu þannig að sam­ræmi sé tryggt milli verð­þróunar á leigu­markaði og notkunar eigin hús­næðis, óháð skamm­tíma­sveiflum á fjár­mála­markaði.“