Um 400 milljóna króna erlent lán félagsins Háttar ehf. var í Hæstarétti í dag dæmt lögmætt. Háttur ehf. er í eigu Karls Wernerssonar og tók lánið hjá Kaupþingi árið 2007. Fjármunirnir voru notaðir til kaupa á húseign við Síðumúla 20-22 í Reykjavík. Dómurinn er sagður fordæmisgefandi.

Ástæður þess að lánið er dæmt lögmætt erlent lán eru m.a. um er að ræða lán í erlendri mynd en ekki gengistryggt lán í krónum. Hæstiréttur kemst að þessari niðurstöðu meðal annars vegna þess að Háttur greiddi af láninu í erlendri mynt en ekki krónum.

Svipað mál kom fyrir Hæstarétt síðastliðið sumar og hefu verið kallað Mótormax málið. Það lán var dæmt ólögmætt og er munurinn sá að þá greiddi Mótormax af láninu í íslenskum krónum.