Að mati greiningardeildar Arion banka má gróflega áætla að hinir nýju kjarasamningar skapi um 2% auka verðbólgu á næstu þremur árum. Ef þessum viðbótaráhrifum er bætt við verðbólguspá Seðlabankans þá er afar líklegt að verðbólgumarkmið náist ekki á spátímabilinu, segir greiningardeildin.

„Eins skringilega að það hljómar - miðað við þann slaka sem er til staðar í hagkerfinu og það háa atvinnuleysi sem enn ríkir á vinnumarkaði - er sú hætta raunverulega fyrir hendi að peningastefnunefnd bregðist við versnandi verðbólguhorfum með vaxtahækkun í nánustu framtíð. Deila má svo um hversu mikil áhrif slík aðgerð hefði á verðbólguhorfur þar sem vaxtahækkun er auðvitað eingöngu til þess fallinn að ýta enn frekar undir samdrátt í hagerfinu og jú draga þar af leiðandi úr hækkandi verðbólguvæntingum!“