General Motors tilkynnti í morgun að hætt verði að bjóða bíla undir vörumerki Chevrolet í Evrópu frá og með ársbyrjun 2016. GM hyggst endurskipuleggja og einfalda markaðssókn sína í Evrópu og leggja megináherslu á Opel.

Bílabúð Benna hefur umboð fyrir Chevrolet hér á landi. Nýir Chevrolet bílar verða áfram til sölu hjá fyrirtækinu næstu tvö ár. Í tilkynningu frá Bílabúið Benna segir að þrátt fyrir að sölu þeirra verði hætt 2016 helst fullur stuðningur í varahlutum, þjónustu og ábyrgðum hjá Bílabúð Benna næstu 20 ár. Markmið GM og Bílabúðar Benna verður ekki síst að tryggja hámarks endursöluverð Chevrolet bíla og snurðulaust viðhald þeirra. Chevrolet er með um 9% markaðshludeild hér á Íslandi.. Þrátt fyrir að sala á Chevrolet hætti í Evrópu eftir tvö ár verður tegundin í boði á öllum öðrum mörkuðum.

„Bílabúð Benna hefur undanfarna mánuði átt í viðræðum við bílaframleiðendur um að stækka vörulínu sína og er spennandi frétta að vænta af þeim viðræðum fyrir jól. Þessi óvænta ákvörðun General Motors mun því ekki hafa teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins,“ segir Benedikt Eyjólfsson forstjóri fyrirtækisins í tilkynningu.