Endurálagður tekjuskattur vegna svokallaðs öfugs samruna fyrirtækja á árunum 2008 til 2013 nemur 4.006.024.251 króna. Þar af hafa verið greiddar 3.353.304.065 króna. Ógreidd endurálagning nemur 652.720.186 króna.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svari Bjarni Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Haraldar Benediktssonar. Hann lagði nokkrar spurningar fyrir Bjarna sem sneru að öfugum samruna fyrirtækja og áhrifum af endurálgningu skatts á fyrirtæki.

Fram kemur í svarinu að 27 fyrirtæki og félög fengu endurálagðan tekjuskatt á árabilinu. Af þeim hafa 20 greitt endurálagninguna að fullu. Eitt fyrirtækjanna sem fékk álagningu upp á 53 milljónir króna, hefur verið úrskurðað gjaldþrota.