Íbúðar á Eyjafjarðarsvæðinu hafa tekið út 5,3 milljarða króna út af séreignasparnaði sínum síðan sérstök útgreiðsla á honum var heimiluð til rétthafa yngri en 60 ára árið 2009. Fram kemur í Vikudegi á Akureyri að í fyrra tóku íbúarnar á svæðinu út 1,2 milljarða af reikningum sínum og áætlað að úttektir nemi 534 milljónum króna á þessu ári.

Í blaðinu segir m.a. að á Eyjafjarðarsvæðinu séu úttektirnar mesta á Akureyri enda búa þar flestir.

Fjárhæðin sem tekin er út af séreignasparnaði greiðist út með jöfnum mánaðarlegum afborgunum á 15 mánaða tímabili.