*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 13. ágúst 2017 13:40

Hafnarfjörður fær jafnlaunavottun

Hafnarfjarðarbær er nú formlega fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem hefur fengið vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hafnarfjarðarbær er nú formlega fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem hefur fengið vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu. Með merkinu staðfestist að atvinnurekendur hafi komið sér upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli hvorki í sér kynbundna mismunun eða mismunun af öðrum toga. Frá þessu er greint inn á vef sveitarfélagsins.  

Samkvæmt fréttinni er markmiðið með innleiðingunni sé að koma á og viðhalda launajafnrétti hjá Hafnarfjarðarbæ og uppfylla skyldur atvinnurekenda um að tryggja jafnan rétt kvenna og karla, greiða þeim jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld gríðarlega stolt af því að vera fyrsta sveitarfélag landsins til að fá vottað jafnlaunakerfi. „Það var heilmikið átak að fara í gegnum þessa vinnu og við erum stolt af og þakklát starfsfólki Ráðhússins fyrir hvað vinnan hefur gengið vel,“ sagði Guðlaug. Þá bættir hún við að fyrir utan hið augljósa, að vottunin tryggi jöfn laun óháð kyni, þá er hún um leið verkfæri til að viðhalda góðum aga við þessar ákvarðanir.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is