Hafsteinn Þór Hauksson hefur verið ráðinn aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands (HÍ) frá 1. September 2009 að því er fram kemur á vef HÍ.

Hafsteinn Þór lauk embættisprófi (cand. Jur.) í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og meistaragráðu (mag. jur.) á sviði réttarheimspeki og stjórnskipunarréttar frá Oxford háskóla árið 2008.

Eftir útskrift starfaði Hafsteinn Þór um nokkurra mánaða skeið sem lögfræðingur hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu en hóf svo störf hjá umboðsmanni Alþingis. Hafsteinn Þór aflaði sér réttinda til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2006.

Hann hefur sinnt stundakennslu við lagadeild frá 2008 þar sem hann hefur m.a. kennt í námskeiðunum; almenn lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu og lögskýringum. Þá hefur hann verið leiðbeinandi við ritun BA-ritgerða við lagadeild HÍ.

Hafsteinn Þór sinnti einnig stunda­kennslu við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands haustin 2005 og 2006 þar sem hann kenndi námskeiðið lögfræði A, auk þess að hafa kennt lögfræði við Verslunarskóla Íslands.