Stýrihópur um afnám hafta hefur undanfarið unnið hörðum höndum að því að smíða frumvörp um afnám fjármagnshafta og stöðugleikaskatt. Var hópurinn að alla hvítasunnuhelgina samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Jafnvel er búist við því að frumvörpin verði lögð fram á þinginu nú á næstu dögum. Hins vegar hefur ekki fengist staðfest hvernig stöðugleikaskatturinn verður útfærður eða til hvaða eigna hann mun ná, en krónueignir slitabúa föllnu bankanna eru taldar líklegt andlag skattsins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta mánudag að jafnvel mætti gera ráð fyrir framlagningu frumvarps um stöðugleikaskatt í þessari viku. „Mér sýnist það allt vera nánast til reiðu svo það er ekki ástæða til annars en að ætla að sú tímasetning geti gengið eftir,“ sagði hann.