*

sunnudagur, 28. febrúar 2021
Innlent 8. mars 2019 10:06

Hagar kaupa Reykjavíkur Apótek

Fjárfestar áhugasamir um kaup á útivistar- og íþróttavöruversluninni Útilíf.

Ritstjórn
Hagar og dótturfélag þess Aðföng hyggjast reisa nýtt vöruhús fyrir kæli- og frystivörur fyrir 1,6 milljarð króna við Korngarða.
Haraldur Guðjónsson

Greint er frá því í nýrri fjárfestingakynningu Haga að félagið skrifað undir samning um kaup á 90% hlutafjár í Reykjavíkur Apóteki. Kaupin eru þó ekki frá gengin því samningurinn er háður samþykkir Samkeppniseftirlitsins, Reykjavíkur Apótek rekur eina verslun á Seljarvegi 2. Jafnframt er greint frá því að fjárfestar hafi sýnt áhuga á að kaupa útivistar og íþróttavöruverslunina Útilíf, rekstur félagsins gangi vel og tilboð verði tekið til skoðunnar.

Hagar festu kaup á öllu hlutafé Olís fyrir tæpum tveimur árum og í kynningunni er greint frá frekari samþættingu félagana í birgðahaldi og dreifingu. Þannig verði allt birgðahald Olís fært undir Aðföng og vöruhýsing Olís að Súðarvogi 2 og Vatnagörðum 10 verður lögð niður, en Hagar/Aðföng hyggjast reisa nýtt vöruhús fyrir kæli og frystivöru á lóð félagsins við Korngarða. Áætlaður kostnaður nýbyggingarinnar er áætlaður um 1,5–1,6 milljarður króna.

Þá er greint frá því að unnið sé að endurfjármögnun allra skulda Haga og dótturfélaga, en búið er að kynna hluthöfum hugmyndir um lánasamsetningu félagsins. Auk þess að endurfjármagna vaxtaberandi skuldir er markmiðið að sækja auknar lánaheimildir í formi ádráttalána til að mæta árstíðarbundnum sveiflum í veltufjármunum, fasteignaþróunarverkefnum og öðrum fjárfestningatækifærum.  Samanburður á tilboðum lánastofnanna verður lagður fyrir stjórn Haga en heildar umfang endurfjármögnunarinnar nemur um 20 milljörðum króna.