*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 22. nóvember 2018 15:27

Hagar og Innnes lögðu ríkið

Hagar og Innnes unnu dómsmál er vörðuðu tímabil reiknaðra dráttarvaxta fyrir endurgreiðslu tollkvóta gegn ríkinu.

Ritstjórn
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Haraldur Guðjónsson

Hæstiréttur staðfesti í dag dóma héraðsdóms í málum Innness og Haga gegn íslenska ríkinu. Félögin höfðu áður unnið mál þar sem ríkinu var gert að endurgreiða gjöld fyrir tollkvóta af landbúnaðarvörum, en þessi mál snérust um frá hvaða tímapunkti ætti að reikna dráttarvexti á endurgreiðslu ofgreiddra tollkvóta.

Félögin töldu að rétt væri að miða við daginn sem upphaflega endurgreiðslumálið var höfðað, en ríkið taldi rétt að miða við önnur tímamörk.

Héraðsdómur hafði dæmt félögunum í vil og dæmt íslenska ríkið til að greiða Innnesi rúmar 10 milljón krónur, og Högum 23,7 milljónir, auk dráttarvaxta frá júní 2016. Þeir dómar voru óbreyttir í niðurstöðu hæstaréttar, en ríkið þarf auk þess að greiða hvoru félaginu 300 þúsund krónur í málskostnað.

Auk birtingar dómanna á vef hæstaréttar er fjallað um málið á vef Félags atvinnurekenda. Þar er meðal annars talað um mikilvægt fordæmisgildi dómanna.

Stikkorð: Hagar Innnes