Að mati Gylfa Zoega, prófessors í hagfræði og eins nefndarmanna í peningastefnunefnd, er frumvarp viðskiptaráðherra um hertar reglur fyrir fjármálafyrirtæki gott en ganga þurfi lengra. Þetta sagði Gylfi á ráðstefnu um efnahagslífið í síðustu viku. Í erindinu fjallaði hann um framtíðarhorfur efnahagsmála hérlendis og hvað þurfi að breytast svo að sagan endurtaki sig ekki. Gylfi telur að ekki sé hægt að byggja á því að allir séu varkárir heldur þurfi að ráðast í úrbætur og skapa umhverfi sem ekki leiði til hruns.

Leggja á niður Íbúðalánasjóð

Í erindinu nefndi Gylfi þrjár aðgerðir sem mikilvægt er að ráðast í áður en fjármagnshöft verða afnumin. Leggja þarf niður Íbúðalánasjóð í núverandi mynd. Stýrivextir Seðlabankans hafi ekki bitið á útlánavexti íbúðalána og geti þannig ekki náð takmarki sínu, sem er að stýra eftirspurn. Vegna sjálfstæðis Íbúðalánasjóðs hafi stýrivextir og útlánavextir ekki slegið í neinum takti á síðustu árum. Í stað Íbúðalánasjóðs á að koma á legg opinberum sjóði sem hefur það hlutverk að aðstoða láglaunafólk og þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð

-Nánar í nýjata tölublaði Viðskiptablaðsins