Hagkaup vinnur að að opnun 7.600 fermetra verslunar í Holtagörðum fyrir næstu áramót og nýrrar 4.000 fermetra verslunar í Garðabæ, sem kemur í stað þeirrar eldri. Þetta kemur fram í upplýsingum fyrirtækisins vegna ársuppgjörs þess. Auk verslunarinnar í Holtagörðum munu skrifstofur fyrirtækisins flytjast þangað.

Töluvert var um breytingar á verslunum fyrirtækisins á síðasta ári og opnaði það rjár 10-11  verslanir í Leifsstöð, auk þess sem opnuð var verslun í miðbæ Akureyrar. Verslanir 10-11 eru því orðnar 25 talsins.

Ekki voru opnaðar nýjar verslanir á vegum Bónus en verulegar endurbætur gerðar á nokkrum eldri verslunum, m.a. í Smáratogi og Holtagörðum, en Bónus rak í lok rekstrarársins 25 verslanir.

Mikil undirbúningsvinna átti sér stað innan Hagkaupa, en þar var opnuð ný sérvöruverslun í Borgarnesi nú í maí auk þess sem ný sérvöruverslun verður opnuð í byrjun júní í Njarðvík.