*

þriðjudagur, 31. mars 2020
Innlent 15. janúar 2020 08:23

Hagnaðist vel á CCP

Hagnaður félaga Björgólfs Thor Björgólfssonar vegna sölu á CPP nam ríflega 7 milljörðum króna.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hagnaður tveggja félaga í eigu Novator, fjárfestingafélags Björgólfs Thor Björgólfssonar, vegna sölu á hlut sínum í CCP árið 2018 nam tæplega 7,2 milljörðum króna. Sagt er frá í Markaðnum

Áður en CCP var selt árið 2018 átti Novator og tengd félög um 43% hlut í tölvuleikaframleiðandanum. Stærsti hluthafi CCP var félagið NP með ríflega 27% hlut en NP II átti síðan 8,5% hlut. Hagnaður þess fyrrnefnda nam 6,2 milljörðun en þess síðarnefnda um milljarði. 

Sem fyrr segir var CCP selt árið 2018 en kaupandi var suðurkóreska félagið Pearl Abyss. Kaupverð var andvirði 46 milljarðar íslenskra króna auk árangurstengdra greiðslna árin 2019 og 2020. Ekki liggja fyrir upplýsingar um afkomu CCP á síðasta ári og þar með hvort árangurstengdu greiðslurnar hafi virkjast.