Origo hagnaðist um 685 milljónir króna í fyrra en árið áður nam hagnaður 24,4 milljörðum en þar af voru 22,3 milljarðar vegna sölu á eignarhlut félagsins í Tempo Parent LLC.

Tekjur jukust lítillega milli ára og námu 18,3 milljörðum en EBITDA ársins nam 1.939 milljónum, samanborið við 1.846 milljónir árið 2022.

Félagið seldi á árinu rekstrareiningarnar Heilbrigðislausnir og Notendalausnir til nýju dótturfélaganna Helix Health og Origo lausnir, auk þess sem deildir innan ferðalausna Origo voru seldar.

Lausnin Paxflow var seld og eignaðist Origo 20% í Paxflow ehf. Einingarnar Booking Factory og Caren voru þá seldar til Flekaskila ehf. og eignaðist Origo við það 22% í fyrirtækinu.

Hluthafar Origo í árslok voru 379, samanborið við 930 í ársbyrjun en félagið var afskráð í apríl 2023 og 1,4 milljarðar greiddir út til hluthafa við lækkun hlutafjárs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í gær. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.