Sala Brims á fyrsta ársfjórðungi nam 74,4 milljónum evra sem er um 28% hærra á sama tíma í fyrra. Hagnaður eftir skatt á fjórðungunum var um 64 milljónir króna sem er tæp 91% lækkun milli ára. EBITDA framlegð félagsins á fjórðungnum lækkaði úr 16,7% í 10,4% milli ára.

Tekið er fram í árshlutauppgjöri félagsins að minni afli, engin loðnuúthlutun og gengistap hafði áhrif á frammistöðu félagsins en hins vegar hafi gott verð fengist fyrir botnfisk. Veiðar á kolmunna voru um 10.971 tonn sem er um 3.875 tonn minna en í fyrra.

Brim greiddi út tæplega tvo milljarða króna eða 1,0 krónu á hlut í arð síðastliðinn apríl sem var skuldfærður í efnahagsreikning samstæðunnar þann 31. mars. Eigið fé félagsins stendur nú í 306 milljónum evra og eiginfjárhlutfall þess er 43,5%.