Hagnaður stóra bankanna Goldman Sachs dróst saman á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaður Goldman Sachs dróst saman um 23% á síðasta ársfórðungi en var meiri en spár greiningaraðila höfðu gert ráð fyrir. Rekstrarhagnaður var 2,1 milljarður Bandaríkjadala á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Samkvæmt upplýsingum frá Goldman Sachs hafa laun og kaupaukagreiðslur lækkað um 16% frá því í fyrra og nema nú samtals 4,4 milljörðum Bandaríkjadala.

Viðskiptavinir eru frekar rólegir í tíðinni á ársfjórðungnum samkvæmt Goldman Sachs og þá sérstaklega í fjárfestingabankastarfseminni sem dróst saman um 9% á ársfjórðungnum.