Google
Google
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Google Inc., stærsti leitarvefur heims, hagnaðist um 2,51 milljarða dali, sem nemur 295 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi ársins. Hagnaður á sama tíma fyrir ári nam 1,84 milljörðum dala og var 36% milli ára. Hagnaður á hlut nam 7,68 dölum nú en 5,71 á sama tíma í fyrra . Hlutabréf fyrirtækisins hækkuðu um 12% í rafrænum viðskiptum eftir að uppgjör ársfjórðungsins var birt er fram kemur í frétt Bloomberg.

Auglýsingaverð Google á síðasta ársfjórðungi hækkaði um 12% samanborið við 8% hækkun á fyrri ársfjórðungi. Er það merki um það að fyrirtæki séu viljugri til að markaðssetja vörur sínar á netinu.