IFS ráðgjöf skilaði hagnaði upp á 15,2 millj­ónir á árinu 2011 sem er nokkur aukning frá árinu 2010 þegar félagið skilaði 12,5 milljóna króna hagnaði. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem skilað var inn á dögunum.

Tekjur IFS ráðgjafar hafa aukist úr 91,5 milljónum árið 2010 í rúmar 120 milljónir árið 2011 eða um 28,5 millj­ónir á milli ára. Eigið fé IFS ráðgjafar var neikvætt um 11,6 milljónir í lok árs 2011.

IFS ráðgjöf, sem meðal annars skilaði skýrslu um stöðu Íbúðalánasjóðs á dögunum, er í eigu Ólafs Ásgeirssonar sem er jafnframt framkvæmdastjóri fyrirtækisins.