Hótel 1919, rekstrarfélag samnefnds hótels í Reykjavík, hagnaðist um 29,2 milljónir króna í fyrra. Það er um 36% meira en árið á undan, en þá nam hagnaður fyrirtækisins 21,4 milljónum.

Handbært fé frá rekstri nam 64 milljónum króna og er það ríflega tvöföldun frá árinu á undan. EBITDA fyrirtækisins nam 38,6 milljónum króna í fyrra og óx um 62% milli ára.

Eignir Hótel 1919 námu 378 milljónum króna í lok síðasta árs. Mikill meirihluti eigna, eða 316 milljónir, var reiðufé. Eigið fé félagsins var 19,6 milljónir og eiginfjárhlutfallið þar með um 5%.