*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 24. maí 2018 16:33

Hagnaður Landsvirkjunar tæplega milljarður

Fyrsti ársfjórðungur var tekjuhæsti fjórðungurinn í sögu Landsvirkjunar.

Ritstjórn
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Aðsend mynd

Landsvirkjun hagnaðist um 9,1 milljón bandaríkjadala eða sem samsvarar 900 milljónir króna. Hagnaðurinn á sama tímabili og í fyrra var 43,8 milljónir bandaríkjadala. Þetta kemur fram í þriggja mánaða uppgjöri fyrirtækisins.

Rekstartekjur námu 141,2 milljónum bandaríkjadala og hækkuðu um 18,8% frá sama tíma og í fyrra. Rekstrargjöld voru 66,5 milljónir bandaríkjadala. EBITDA nam 10,3 milljörðum króna. EBITDA hlutfallið er nánast óbreytt milli ára en það er nú 74,6% af tekjum en var 74,3% á sama tíma í fyrra. 

Handbært fé frá rekstri nam 8 milljörðum króna sem er 22,4% hækkun frá því í fyrra. 

„Fyrsti ársfjórðungur 2018 er sá tekjuhæsti í sögu fyrirtækisins sem skýrist meðal annars af aukinni orkusölu og hærra álverði. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tæp 28% frá sama tímabili í fyrra. Þau ánægjulegu tíðindi bárust á ársfjórðungnum að Moody‘s hækkaði lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar um einn flokk í Baa2 sem endurspeglar bætta rekstrarstöðu og framtíðarhorfur fyrirtækisins“. segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.