Bandaríska streymisveitan Netflix sem fjölmargir Íslendingar þekkja orðið og kom greiningaraðilum á óvart í gær þegar afkomutölur fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung voru gerðar opinberar í gær. Hagnaður Netflix nam 32 milljónum dala á fjórðungnum samanborið við 7 milljóna dala hagnað á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir 52 senta hagnaði á hlut sem var fimm sentum yfir spám markaðsaðila.

Velta fyrirtækisins nam 1,1 milljarði dala á fjórðungnum, jafnvirði 130 milljarða íslenskra króna, sem var í takt við væntingar.

Bandaríska fréttastofan CNN segir stjórn Netflix búast við því að hagnaður á hlut á yfirstandi fjórðungi muni nema á bilinu 47 til 73 sentum á hlut.

Gengi hlutabréfa Netflix rauk upp um 12% á hlutabréfamarkaði í gær og fór hæst í 396,98 dali á hlut. Gengi bréfanna hefur verið á mikilli hraðferð upp á síðkastið en það hefur nánast fjórfaldast frá síðustu áramótum.