Útlit er fyrir að hagnaður bresku fataverslunarinnar Next verði meiri en Marks & Spencer á þessu ári. Hagnaður Next nam 695 milljónum punda á síðasta ári. Þetta er 12% aukning á milli ára. Afkomuáætlun Marks & Spencer gerir ráð fyrir 615 milljóna króna hagnaði. Taka verður tillit til þess að stjórnendur Marks & Spencer endurskoðuðu afkomuáætlun verslunarinnar og hljóðar sú sem er í gildi nú upp á minni hagnað en fyrri spá.

Uppgjör Marks & Spencer liggur ekki fyrir fyrr en í næsta mánuði.

Breska dagblaðið Guardian fjallar um uppgjör verslananna og bendir á að löngum hafi verið litið á Next sem litlu systur Marks & Spencer.