Skipti hf. högnuðust um 3,3 milljörðum króna eftir skatta á síðasta ári, en þetta kemur fram í tilkynningu félagsin s til Kauphallarinnar.

Þar kemur fram að tekjur félagsins á síðasta ári hafi numið 30,3 milljörðum króna samanborið við 29,9 milljarða árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 8,3 milljörðum króna, sem er sama fjárhæð og ári fyrr. EBITDA hlutfallið var 27,4% en var 27,8% árið áður.

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 7,5 milljörðum króna á árinu, samanborið við 7,0 milljarða árið áður. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 5,8 milljörðum króna samanborið við 5,1 milljarð árið áður.

Vaxtaberandi skuldir námu 25,4 milljarði við lok tímabils en voru 26,7 milljarðar árið áður. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 21,4 milljarðar króna og lækkuðu um 4,7 milljarða á árinu.

Fjármagnsgjöld voru 609 milljónir króna. Vaxtagjöld voru 1.868 milljónir króna, fjármunatekjur voru 1.108 milljón kr. og gengishagnaður 151 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall var 49% og eigið fé 29,9 milljarðar króna um áramótin.

„Reksturinn var í ágætu jafnvægi á árinu. Tekjur jukust lítillega og og EBITDA stendur í stað milli ára. Efnahagsreikningur félagsins hefur gjörbreyst í kjölfar endurskipulagningar og skilar fyrirtækið nú hagnaði í fyrsta sinn frá hruni. Hann nemur 3,3 milljörðum króna. Fjárfestingar á árinu námu 4,5 milljörðum króna og eru þær mestu um árabil. Við lögðum áherslu á að halda áfram að skipuleggja starfsemina til framtíðar og undirbúa félagið fyrir skráningu í kauphöll,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Skipta, um uppgjörið.