Um helmingi minni hagnaður var af rekstri Te og Kaffi hf. á árinu 2012 en árið áður. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2012 nam hagnaður félagsins um 22,6 milljónum króna en nam 45,2 milljónum árið áður.

Eigið fé félagsins nam í árslok 2012 alls 52,7 milljónum króna, skuldir nema um 229,4 milljónum og eignir 284,2 milljónum. Langstærsti hluti eignanna er útistandandi skuldir viðskiptavina sem námu alls 150,8 milljónum í árslok 2012. Á árinu 2012 var um 2,8 milljóna króna arður greiddur út úr félaginu samkvæmt ársreikningi.

Þau Berglind Guðbrandsdóttir og Sigmundur Dýrfjörð eiga hvor sinn helminginn í félaginu.