Hagnaður japanska bílarisans Toyota mikið á fyrsta ársfjórðungi. Ástæðurnar eru aðallega mun veikara jen og góð sala í Bandaríkjunum.

Hagnaðurinn nam 3,17 milljörðum dala, um 371 milljarð króna og jókst um 158% milli ára. Hagnaðurinn er um 20% meiri en greiningaraðilar höfðu spáð.

Jenið veiktist á ársfjórðungnum um næstum 20% á móti Bandaríkjadal. Toyota reiknar með að selja 9,1 milljón ökutækja í ár en japanski bílaframleiðandinn er stærsti bílaframleiðandi í heimi, aðeins stærri en bandaríski General Motors.