Opin kerfi hf. skiluðu 430 milljóna króna hagnaði á árinu 2013 samkvæmt ársreikningi félagsins. Félagið tekjufærir um 480 milljónir vegna leiðréttingar skulda á árinu.

Félagið var endurfjármagnað með nýjum lánum upp á 550 milljónir króna á árinu auk þess sem nýtt hlutafé fyrir 100 milljónir var gefið út samkvæmt skýrslu stjórnar.

Rekstrartekjur félagsins námu tæplega fimm milljörðum króna á síðasta ári, eignir félagsins námu 1.517 milljónum og eigið fé þess í árslok 2013 var 75 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall félagsins var 5% í árslok en í ársreikningi kemur fram að félagið uppfyllti ekki skilyrði lánasamninga um eiginfjárhlutfall en að viðskiptabanki félagsins hafi staðfest að hann muni ekki nýta rétt sinn til að gjaldfella lánið.

Bankinn er með fyrsta veðrétt í eignum félagsins upp að 1.300 milljónum króna.