Tekjur hjá félaginu Zoom, sem er með fjarfundakerfi, á öðrum ársfjórðungi jókst um 355% á milli ára og nam 664 milljónum dollara, andvirði 92 milljarða króna.

Tekjur félagsins voru 33% umfram væntingar greinenda en hagnaður félagsins nam 25,5 milljörðum króna og tvöfaldaðist milli ára. Á sama tíma varð sprenging í fjölda notenda sem jókst um 458 á milli ára. Umfjöllun á vef BBC.

Hlutabréf félagsins hækkuðu um 8,6% í viðskiptum gærdagsins en hafa hækkað um 27% fyrir opnun markaða í dag. Hlutabréf félagsins hafa sexfaldast á þessu ári, þau stóðu í 68,7 dollurum hvert í upphafi árs en standa nú í 414 dollurum.