Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, hagnaðist um rúmar 8,2 milljónir dala, 990 milljónir íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er viðsúningur frá sama tíma í fyrra þegar félagið tapaði 4,4 milljónum dala, jafnvirði rúmlega hálfum milljarði króna.

Fram kemur í uppgjöri fyrirtækisins að tekjur námu rúmri 321 milljóna dala á tímabilinu sem er 4,9 milljónum dölum minna en í fyrra.