Hagnaður Alcoa á þriðja ársfjórðungi nam 268 milljónum Bandaríkjadala, en var 555 milljónir Bandaríkjadala á sama fjórðungi ársins 2007. Meðalspá greiningaraðila gerði ráð fyrir 426 milljóna dala hagnaði.

Stjórn félagsins spáir því að áleftirspurn aukist um 6% í ár en spáði áður 8% aukningu. Eftirspurn í Bandaríkjunum mun dragast saman um 10%, gangi spáin eftir, en um 15% í Kína.

Félagið lokaði nýverið álveri í Texas eftir að erfitt reyndist að tryggja því orku á samkeppnishæfu verði. Minnkandi eftirspurn eftir áli og lækkandi álverð hefur í för með sér lokun óarðbærra eininga, að því er segir í Vegvísi Landsbankans.

Þetta kom fram í Vegvísi Landsbankans.