Hagnaður bandaríska tæknifyrirtækisins Apple nam 290 milljónum bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi ársins eða sem nemur rúmum 18 milljörðum íslenskar króna. Á sama tímabili fyrir ári nam hagnaður Apple 46 milljónum dala eða rúmum þremur milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn sexfaldaðist því á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Ástæðan er einkum miklar vinsældir tónlistarspilarans iPod en tekjur fyrirtækisins hafa aukist um 70% milli ára hvorki meira né minna.

Afkoman er mun betri en fjármálasérfræðingar höfðu spáð. Tekjur af sölu iPod námu einum milljarði dala og voru 31% af heildarsölu fyrirtækisins.